n
Fara yfir á efnisvæði

Persónuverndarstefna Danól ehf.

Umsækjendur um störf

Danól ehf. hefur einsett sér að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga umsækjenda um störf hjá félaginu. Persónuverndarstefnu þessari er ætlað að upplýsa umsækjendur um hvaða persónuupplýsingar félagið safnar og með hvaða hætti félagið nýtir slíkar persónuupplýsingar.

Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga er varða alla þá sem sækja um störf hjá Danól. Í stefnunni er jafnframt vísað til umsækjenda sem „þín“ og félagsins sem „okkar“.

1.       Tilgangur og lagaskylda

Danól leitast við að uppfylla í hvívetna persónuverndarlöggjöf og er stefna þessi byggð á lögum nr.  90/2018  um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga („persónuverndarlög“).

2.        Hvað eru persónuupplýsingar?

Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Gögn sem eru ópersónugreinanleg teljast ekki persónuupplýsingar.

3.        Persónuupplýsingar sem Danól safnar og vinnur

Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um umsækjendur og fer vinnsla og söfnun að hluta til eftir eðli þess starfs sem sótt er um.

Eftirfarandi eru dæmi um upplýsingar sem Danól safnar um umsækjendur:

  • samskiptaupplýsingar, svo sem nafn, kennitala, heimilisfang, símanúmer og tölvupóstfang;

  • starfsumsóknir;

  • ferilskrár og upplýsingar um menntun, þjálfun og starfsreynslu;

  • upplýsingar frá meðmælendum og ráðningarskrifstofum eftir atvikum; og

  • upplýsingar úr starfsviðtölum.

Auk framangreindra upplýsinga kann Danól einnig að safna og vinna aðrar upplýsingar sem þú lætur félaginu í té í umsóknarferlinu.

Að meginstefnu til aflar Danól persónuupplýsinga beint frá þér. Í þeim tilvikum þar sem  persónuupplýsinga er aflað frá þriðja aðila mun félagið leitast við að upplýsa þig um slíkt.

Ef til þess kemur að þér verði boðið starf hjá félaginu kann félagið að óska eftir afriti af eða upplýsingum úr sakavottorði, afriti af ökuskírteini, lyftaraprófi og prófskírteini þínu í tengslum við nánar tiltekin störf, áður en gengið er frá ráðningarsamningi.

4.        Hvers vegna söfnum við persónuupplýsingum og á hvaða grundvelli?

Við söfnum persónuupplýsingum um umsækjendur fyrst og fremst til að leggja mat á hæfni viðkomandi til að gegna því starfi sem um ræðir.

Þær persónuupplýsingar sem við vinnum með um þig eru unnar í tengslum við umsókn þína um starf hjá félaginu, þ.e. á grundvelli beiðni þinnar um að gera samning við félagið.

Í afmörkuðum tilvikum kunnum við að afla samþykkis frá þér til að vinna með nánar tilgreindar upplýsingar, í tengslum við varðveislutíma þeirra upplýsinga sem þú afhendir okkur. Í slíkum tilvikum er þér ávallt heimilt að afturkalla samþykki þitt.

Það skal tekið fram að veitir þú Danól ekki umbeðnar upplýsingar í ráðningarferli getur það leitt til þess að félagið getur ekki ráðið þig til starfa.

5.        Aðgangur að persónuupplýsingum og miðlun til þriðju aðila

Aðgangur að upplýsingum um umsækjendur takmarkast við stjórnendur og yfirmenn þess starfs sem sótt er um. Danól nýtur aðstoðar mannauðsdeildar Ölgerðarinnar í ráðningarferli og upplýsingum þínum kann því jafnframt að vera deilt með mannauðsdeild Ölgerðarinnar sem kemur fram sem vinnsluaðili fyrir Danól.

Danól kann að miðla persónuupplýsingum um umsækjendur til umsagnaraðila eða ráðningarskrifstofa í tengslum við ráðningarferlið. Þá skal tekið fram að Danól nýtir sér vinnsluaðila í tengslum við upplýsingatækniþjónustu þar sem persónuupplýsingar þínar kunna að vera hýstar eða gerðar aðgengilegar vegna slíkrar þjónustu.

Danól mun ekki miðla persónuupplýsingum utan Evrópska efnahagssvæðisins nema slíkt sé heimilt á grundvelli viðeigandi persónuverndarlöggjafar.

6.        Hvernig er öryggi persónuupplýsinga tryggt?

Danól leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónuupplýsingar þínar. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra.

Umsóknir og önnur gögn tengd ráðningarferlinu er eytt hjá Danól við lok ráðninga en eru geymd hjá mannauðsdeild Ölgerðarinnar sem kemur fram sem vinnsluaðili fyrir Danól.

7.        Varðveisla á persónuupplýsingum

Er sex mánuðir eru liðnir frá því að umsóknarfresti lauk fyrir það starf sem sótt var um, eða þeim tíma er þú sendir inn almenna umsókn, mun Ölgerðin, sem kemur fram sem vinnsluaðili fyrir Danól, eyða persónuupplýsingum þínum verði ekki af ráðningu. Danól kann hins vegar að óska eftir samþykki þínu fyrir lengri varðveislutíma.

Verði af ráðningu mun Ölgerðin, sem kemur fram sem vinnsluaðili fyrir Danól, flytja persónuupplýsingar þínar í rafræna starfsmannamöppu hjá félaginu og um þá vinnslu er kveðið í sérstakri stefnu félagsins.

8.        Breytingar og leiðréttingar á persónuupplýsingum

Það er mikilvægt að þær persónuupplýsingar sem Ölgerðin, sem kemur fram sem vinnsluaðili fyrir Danól, vinnur með séu bæði réttar og viðeigandi. Á meðan á umsóknarferlinu stendur er því mikilvægt að þú tilkynnir Danól um allar breytingar sem kunna að verða á þeim persónuupplýsingum sem þú hefur látið okkur í té.

Vinsamlega beinið öllum uppfærslum til mannauðsdeildar Ölgerðarinnar sem kemur fram sem vinnsluaðili fyrir Danól.

9.        Réttindi þín hvað varðar þær persónuupplýsingar sem félagið vinnur

Þú átt rétt á að fá aðgang og í ákveðnum tilvikum afrit af þeim persónuupplýsingum sem Danól vinnur um þig sem og upplýsingar um vinnsluna.

Við ákveðnar aðstæður kannt þú jafnframt að hafa heimild til að óska eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt eða að vinnsla þeirra verði takmörkuð. Þá átt þú rétt á að fá persónuupplýsingar þínar leiðréttar, séu þær rangar.

Auk þess kann að vera að þú eigir rétt á afriti af þeim upplýsingum sem þú hefur afhent Danól á tölvutæku formi, eða að við sendum þær beint til þriðja aðila.

Ofangreind réttindi þín eru þó ekki fortakslaus. Þannig kunna lög eða reglugerðir að heimila eða skylda félagið til að hafna beiðni þinni um að nýta þér umrædd réttindi.

10.     Fyrirspurnir umsækjenda og kvörtun til Persónuverndar

Ef þú vilt nýta þér þau réttindi sem lýst er í 9. gr. í stefnu þessari, eða ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi persónuverndarstefnu þessa eða það hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar þínar, vinsamlegast hafðu samband við framkvæmdastjóra samskiptasviðs hjá Ölgerðinni sem er vinnsluaðili fyrir Danól eða sendu tölvupóst á personuvernd@olgerdin.is.  

Ef að þú ert ósátt/ur við vinnslu félagsins á persónuupplýsingum getur þú sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).

11.     Samskiptaupplýsingar

Við höfum tilnefnt framkvæmdastjóra samskiptasviðs hjá Ölgerðinni sem er vinolnsluaðili fyrir Danól til að hafa umsjón með eftirfylgni þessarar persónuverndarstefnu.

Samskiptaupplýsingar félagsins:

Danól ehf.

Tunguhálsi 19

110 Reykjavík

 

12.     Endurskoðun

Danól getur frá einum tíma til annars breytt persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á viðeigandi lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar. Uppfærð útgáfa af stefnunni verður birt á umsóknarvef  eða kynnt á annan sannanlegan hátt.

Allar breytingar sem kunna að verða gerðar á stefnunni taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á umsóknarvef.

Þessi persónuverndarstefna var sett þann [06.07.18].