n
Fara yfir á efnisvæði

Hvernig skrái ég mig inn á vefverslun Danól?

Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig inn hér að neðan og þú ert leidd/ur í gegnum skráningarferlið og þjónustuna.

Ef þú lendir í vandræðum eða þarft að spyrja einhvers þá er þér velkomið að hafa samband á danol@danol.is eða í síma 595-8100 milli 8-16.

Algengar spurningar

Hver er lágmarksupphæð á pantanir hjá Danól?

Lágmarksupphæðin er 15.000 kr. hvort sem viðskiptavinur velur að sækja pöntunina eða fær hana senda til sín.

Hvernig panta ég gegnum vefverslunina?

Við höfum unnið að því að hafa verslunina eins einfalda í notkun og mögulegt. Hægt er að skoða vöruúrvalið út frá tenglum á forsíðu vefverslunarinnar og hægt er að bæta vöru í körfu hvar sem þú finnur hana.

Fyrir endurtekin kaup mælum við með að nota Mínar vörur en þar getur viðskiptavinur skoðað vörur sem hefur verið verslað síðastliðna 6 mánuði, hversu mikið hefur verið keypt og hægt að setja beint í körfuna.

Hvernig klára ég pöntun?

Efst á vefversluninni geturðu séð körfuna þína og fjölda vara. Þegar þú vilt ganga frá pöntun smellirðu á körfuna og þá taka við tvö skref:

  1. Skref: hérna getur þú skoðað vörur í körfunni, uppfært magn og séð öll verð. Fyrir neðan sérðu næsta afhendingardag þinn en einnig er hægt að óska eftir öðrum afhendingardegi. Svo er hægt að velja hvort pöntun sé sótt eða sent.
  2. Skref: smellt er á ,,Halda áfram'' til að fara á staðfestingarsíðuna. Hérna getur viðskiptavinur farið yfir pöntunina sína og sett inn skilaboð áður en hún send inn með því að smella á Staðfesta pöntun.

Hvar sæki ég pöntunina mína?

Eimskip sér um vöruhýsingu, vöruafgreiðslu og dreifingu fyrir Danól. Ef þú velur að sækja pöntun þarf að hafa eftirfarandi í huga:
  • Ef sækja þarf matvöru þá er afgreiðsla Vöruhótelsins að Sundabakka 2.
  • Ef sækja þarf frystivöru þá eru þær vörur afgreiddar frá Fjarðarfrosti Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði.
  • Ef sækja þarf snyrtivöru eða fatnað þá eru þær afgreiddar frá vöruhús Ölgerðarinnar, Grjóthálsi 7-11

Hverjir geta verslað í vefverslun Danól?

Allir viðskiptavinir Danól, sem hafa virðisaukanúmer og standa í rekstri af einhverju tagi, geta verslað gegnum vefverslunina.